Lífið

Heather Mills vildi svindla í raunveruleikaþætti

Bítlaeiginkonan fyrrverandi, Heather Mills, fær ekki að vera með í bandaríska raunveruleikaþættinum Apprentice, eftir að hún krafðist þess að klausa yrði í samningi hennar sem tryggði henni sæti í úrslitum.

Mills var efst á lista yfir þáttakendur sem framleiðendur vildu fá í sérstaka stjörnuútgáfu af þættinum, þar sem keppendur berjast um stöðu hjá viðskiptaveldi Donalds Trump.

Framleiðendurnir misstu þó áhugann þegar Heather krafðist þessa að hún kæmist alla leið í úrslit óháð því hvernig henni gengi í keppninni. Heimildamaður the Sun segir að framleiðendurnir hafi talið Heather eina bestu auglýsingu sem þeir gætu fengið fyrir þáttinn. Þeir hafi þó gefist upp á henni þegar ljóst varð hve erfitt yrði að eiga við hana.

Heather tók skömmu eftir skilnað sinn við Paul McCartney þátt í dansraunveruleikaþættinum Dancing With the Stars, en datt út úr keppni í sjötta þætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.