Lífið

„Gasmaðurinn" eignast aðdáendasíðu

Lögreglumaðurinn vaski sem mundaði gasbrúsann í óeirðunum við Rauðavatn á dögunum virðist ekki ætla að gleymast í bráð. Myndband af atvikinu hefur notið mikilla vinsælda á YouTube, og hafa hátt í þrjátíu þúsund hoft á það þar. Þá á Gasmaðurinn sína eigin heimasíðu, auk þess sem hringitónn með viðvörunarköllum lögreglumannsins heyrist nú í öðru hverju horni.

Nýjasta viðbótin í flóruna er aðdáendasíða sem hefur verið stofnuð á tengslasíðunni Facebook, „gasmanninum" til heiðurs. Þar á hann tæplega áttahundruð aðdáendur, og fer þeim hratt fjölgandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.