Lífið

Jónína södd og syrgir ekki andabringur

SHA skrifar
Jónína Benediktsdóttir syrgir ekki andabringur sem teknar voru af henni á Keflavíkurflugvelli.
Jónína Benediktsdóttir syrgir ekki andabringur sem teknar voru af henni á Keflavíkurflugvelli.

Jónína Benediktsdóttir lenti í því leiðinda atviki á Keflavíkurflugvelli á dögunum að tollverðir gerðu upptækar frosnar andabringur sem hún flutti með sér frá Danmörku. Frá þessu skýrir Jónína sjálf í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni biðst Jónína afsökunar á að hafa brotið innflutningslögin en frosnu andabringurnar keypti hún á Kastrupflugvelli sökum þess að hún var „við dauðans dyr af hungri." Jónína var á heimleið úr detox-föstu í Póllandi þar sem hún innbyrti eingöngu 500 hitaeiningar á dag í langan tíma og þess vegna hafi hún verið í „hungurvímu".

Þegar Jónína kom inn til landsins gleymdi hún bringunum í flugvélinni en þegar hún fór og leitaði þeirra voru bringurnar komnar í vörslu tollgæslunnar og neyddist Jónína til að greiða sekt vegna „innflutningsins".

Þegar Vísir hafði samband við Jónínu var hún öll hin rólegasta yfir málinu. „Þetta er allt í lagi, ég er búin að fá að borða núna."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.