Lífið

Margrét Blöndal ráðin verkefnastjóri Akureyrar

Breki Blöndal Egilsson í fangi ömmu sinnar, Margrétar, sem er nýráðin verkefnastjóri Akureyrar.  Hér dást þau að opnunaratriðinu á AIM festivalinu. MYND/Hörður Geirsson.
Breki Blöndal Egilsson í fangi ömmu sinnar, Margrétar, sem er nýráðin verkefnastjóri Akureyrar. Hér dást þau að opnunaratriðinu á AIM festivalinu. MYND/Hörður Geirsson.

„Verkefnið er æðislegt og ég hlakka svo til því Akureyri er svo dásamlegur bær þar sem hægt er að gera svo yndislega hluti. Ég ætla að hafa þetta ljúft og skemmtilegt. Þeir sem þekkja Akureyri vita að þetta er ljúfur og værðarlegur bær og þannig ætlum við hafa þetta," svarar Margrét Blöndal, nýráðinn verkefnastjóri Akureyrarbæjar vegna hátíðahalda um næstu verslunarmannahelgi.

„Við ætlum að leysa það allt saman með bros á vör þannig að allir verði hamingjusamir og glaðir," segir Margrét aðspurð um aldurstakmark inn á tjaldstæðið um verslunarmannahelgina á Akureyri í ár.

Margrét mun leiða hóp hagsmunaaðila sem standa saman að því að bjóða til fjölskylduhátíðar í bænum. Markmiðið er að bjóða upp á ljúfa og skemmtilega hátíð og tengja hana sögu og bæjarbrag á Akureyri í ríkari mæli en verið hefur eins og segir í tilkynningu bæjarins.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.