Lífið

Mandela vill Naomi ekki

Nelson Mandela kom persónulega í veg fyrir að Naomi Campbell kæmi fram á góðgerðartónleikum sem haldnir eru í tilefni af níræðisafmæli hans. Til stóð að fyrirsætan geðstyrða yrði kynnir á tónleikunum. Eftir að dómur féll vegna árásar hennar á tvo lögreglumenn í apríl ákvað frelsishetjan að hún yrði ekki með.

Málið er líklega hið mesta áfall fyrir Campbell, sem á sér langa sögu kæra og dómsmála vegna skapofsa og ofbeldis. Hún talar um Mandela sem „heiðursafa" sinn, og leitaði einmitt til hans eftir leiðsögn árið 2006 eftir að hún var handtekin fyrir að henda síma í aðstoðarkonu sína.

Mandela ku hafa sárnað það meira en oft áður að fyrirsætan hafi ráðist á lögreglumennina. Ekki síst fyrir þær sakir að hún var með hafnarboltahúfu á höfði, merktri númerinu 46664. Það er það númer sem hann bar í þau 27 ár sem hann sat í fangelsi fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.