Lífið

Prinsessa ávítt fyrir að striplast

Til prinsessunar sást á Evuklæðum á dögunum.
Til prinsessunar sást á Evuklæðum á dögunum. MYND/Getty

Eugenie prinsessa, dóttir Andrésar Bretaprins, hefur verið ávítt af skólanum sínum fyrir að striplast á skólalóðinni. Eugenie er dóttir Anrésar og Söru Ferguson, eða Fergie, og lítur út fyrir að hún hafi erft ærlslalætin frá móður sinni sem eitt sinn var tíður gestur á slúðurslíðum.

Eugenie er átján ára gömul og stundar nám í einkaskólanum Marlborough College í Lundúnum. The Sun greinir frá strippi prinsessunnar en starfsmaður skólans vaknaði um miðja nótt við öskur og skræki. Þegar hann leit út um gluggann sá hann hóp af stúlkum á Evuklæðum einum á grasflötinni fyrir framan skólann.

Talsmaður konungsfjölskyldunnar segir að stúlkurnar hafi verið að fagna próflokum og tekur fram að engir drengir hafi verið í grendinni. Þá hafi stúlkurnar ekki verið undir áhrifum fíkniefna en ekki sé loku fyrir það skotið að áfengi hafi verið haft um hönd.

Prinsessan verður í dag á meðal gesta í afmælisveislu ömmu sinnar, Elísabetu Englandsdrottningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.