Enski boltinn

Stjörnuleit Man City fyrir janúar farin af stað

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City.
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City.

Manchester City er þegar farið að líta í kringum sig að leikmönnum í fremstu röð til að kaupa í félagaskiptaglugganum í janúar. City er orðið þungavigtarkeppandi á leikmannamarkaðnum eftir eigendaskiptin í ágúst.

Mark Bowen, aðstoðarmaður Mark Hughes, segir að menn á vegum félagsins séu þegar farnir að vinna í því að skoða möguleikana þegar glugginn opnar á nýju ári.

„Það er fólk frá okkur sem er að skoða leikmenn um alla Evrópu. Það er ljóst að við munum fá peninga til að kaupa leikmenn í fremstu röð," sagði Bowen.

Hann segir að vandað sé til verka. „Það þýðir ekki að kaupa bara stór nöfn. Það þarf líka að skoða persónuleika leikmanna og hvernig þeir munu passa inn í hópinn. Andrúmsloftið í klefanum verður að vera gott," sagði Bowen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×