Enski boltinn

Campbell fær enn að heyra það frá stuðningsmönnum Spurs

Sol Campbell verður reglulega fyrir aðkasti frá stuðningsmönnum Tottenham
Sol Campbell verður reglulega fyrir aðkasti frá stuðningsmönnum Tottenham NordicPhotos/GettyImages
Tottenham gæti lent í vandræðum vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í útileiknum gegn Portsmouth um síðustu helgi.

Stuðningsmenn Lundúnaliðsins eru fjarri því búnir að fyrirgefa varnarmanninum fyrir að hafa yfirgefið liðið og samið við Arsenal árið 2001.

Daily Mail heldur því fram í dag að Portsmouth sé að íhuga að leggja fram kvörtun vegna framkomu stuðningsmanna Tottenham, sem eiga að hafa sungið dónaleg lög að varnarmanninum og vísað í að hann væri samkynhneigður og smitaður af HIV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×