Enski boltinn

Reading vann toppliðið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Reading vann flottan sigur í kvöld.
Reading vann flottan sigur í kvöld.

Reading gerði sér lítið fyrir í kvöld og vann 3-0 útisigur á Wolves í ensku 1. deildinni. Úlfarnir voru ósigraðir fyrir leikinn í kvöld.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson léku báðir allan leikinn fyrir Reading sem situr í þriðja sæti deildarinnar.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley sem vann 3-2 sigur á Watford í kvöld og þá lék Aron Einar Gunnarsson allan leikinn fyrir Coventry sem tapaði 2-1 fyrir Cardiff í Wales.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×