Enski boltinn

Það á að reka Styles

Rob Styles er í litlu uppáhaldi hjá Ian Wright
Rob Styles er í litlu uppáhaldi hjá Ian Wright NordicPhotos/GettyImages

Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að vítaspyrnudómur Rob Styles í leik Man Utd og Bolton um helgina hafi verið "djöfullegur" og að enska knattspyrnusambandinu væri hollast að reka Styles undir eins.

Wright skefur ekki af því í pistli sínum um dómarann í The Sun í dag og segist vera búinn að fá sig fullsaddann af glórulausum mistökum dómarans.

Wright bendir máli sínu til stuðnings á nokkur atvik þar sem honum þykir Styles hafa farið afar illa að ráði sínu í dómgæslu á síðustu mánuðum og segir að fólk sem borgar stórfé til að fá að sjá leiki í ensku úrvalsdeildinni eigi betra skilið en að fá dómara eins og Styles til að flauta leikina.

Wright kallar Styles "hinn nýja Graham Poll" - og segir algjöran óþarfa að Poll eignist eftirmann í dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Styles virðist vera maður sem þrífist á því að vera í sviðsljósinu og það sé ekki æskilegt þegar dómarar séu annars vegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×