Lífið

Janet Jackson færð á sjúkrahús

Janet Jackson og kærasti hennar Jermaine Dupri.
Janet Jackson og kærasti hennar Jermaine Dupri.

Bandaríska söngkonan Janet Jackson var flutt á sjúkrahús í gær skömmu fyrir tónleika hennar í Montreal í Kanada.

Aflýsa varð tónleikunum með skömmum fyrirvara vegna veikindanna en Janet var að prufkeyra hljóðkerfið þegar hún kenndi til eymsla. Ekki fæst uppgefið hvað amar að söngkonunni.

Fyrir helgi hætti Janet við að koma fram á tónleikum í Detroit í Bandaríkjunum vegna vandamála sem komu upp í tengslum við skipulagningu tónleikanna.

Ekki er búist við að veikindi söngkonunnar hafi umtalsverð áhrif og hún haldi tónleikaferð sinni um Norður-Ameríku áfram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.