Fótbolti

Petr Cech í molum vegna mistakanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Petr Cech, markvörður tékkneska landsliðsins.
Petr Cech, markvörður tékkneska landsliðsins. Nordic Photos / AFP

Petr Cech, markvörður tékkneska landsliðsins, segir að mistök sín í leik Tékka og Tyrkja í gær hefði gert það að verkum að liðið sitt komst ekki áfram í fjórðungsúrslit EM 2008.

Cech hefur mátt glíma við ýmis meiðsli á leiktíðinni en auk þess tapaði hann með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar auk þess sem liðið varð í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Í gær missti hann boltann úr höndunum þegar skammt var til leiksloka og Tyrkir jöfnuðu metin, 2-2. Tyrkir skoruðu svo sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka.

„Þetta tímabil var ótrúlegt og það eina góða við það að það er nú búið," sagði Cech. „Þegar maður gerir mistök verður maður að viðurkenna þau. Það voru mín mistök sem gerði það að verkum að við verðum að fara heim. Ég held að þriðja markið hafi verið bein afleiðing af öðru markinu."

„Ég hefði bara átt að kýla boltann frá markinu. Það er gott að vera vitur eftir á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×