Lífið

George Foreman elskar íslenska hestinn

Foreman á baki einum hesta sinna, sem lítur reyndar ekki út fyrir að vera íslenskur.
Foreman á baki einum hesta sinna, sem lítur reyndar ekki út fyrir að vera íslenskur.
Hnefaleikakappinn George Foreman er mikill aðdáandi íslenska hestsins. Á heimasíðu Foremans, sem er sennilega betur þekktur í dag fyrir grillin sín frægu, segist hann safna íslenskum og arabískum gæðingum.

„Ef ég er ekki á ferðalagi eða í kirkju þá er ég alltaf að stjana við dýrin mín á búgarðinum mínum," segir Foreman á síðunni sinni. Hann segist elska öll dýr en að hann hafi sérstakt dálæti á hestunum sínum. „Ég monta mig oft af íslensku og arabísku gæðingunum mínum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.