Innlent

Lars Christensen segir unnið að því að koma gjaldeyrisviðskiptum milli Íslands og Danmerkur í lag

Unnið er að því að koma gjaldeyrisviðskiptum milli Íslands og Danmerkur í lag, segir yfirmaður greiningardeildar Danske Bank. Seðlabanki Íslands hefur einnig ráðið inn sérfræðinga til að koma að málunum.

Undanfarnar vikur hafa borist fréttir af námsmönnum sem eru við nám erlendis sem ekki hafa getað millifært námslánin sín milli landa. Þá hefur inn og útflutningur einnig verið í uppnámi vegna erfiðleika í gjaldeyrisviðskiptum. Í raun hefur öll erlend greiðslumiðlun um starfandi viðskiptabanka á Íslandi verið í lamasessi en Seðlabanki Íslands hefur að einhverju leiti miðlað slíkum greiðlsum.

Seðlabankinn hefur nú fengið 9 til 10 sérfræðinga frá bönkunum til liðs við sig í almennum gjaldeyrisviðskiptum og bakvinnslu. Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank segir að unnið sé að því að koma gjaldeyrisviðskiptum milli landanna í eðlilegt horf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×