Lífið

Britney gerir út á kynþokkann

Britney við tökur  síðasta fimmtudag.
Britney við tökur síðasta fimmtudag.

Britney Spears er öll að koma til og verkefnin láta ekki á sér standa. Söngkonan virðist vera í fínu jafnvægi þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið ár, svo ekki sé meira sagt.

Britney vann við tökur á myndbandi kvennasveitarinnar Pussycat Dolls síðastliðinn fimmtudag við nýja lagið þeirra: When I Grow Up. Þar birtist söngkonan keyrandi framhjá syngjandi stúlknasveitinni á sportbíl og þær vinka allar hver annarri.

Britney, Carmen Electra og Pussycat Dolls.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Britney starfar með stelpusveitinni sem gerir út á kynþokkann.

Nýverið settu þær saman, ásamt fleiri léttklæddum vinkonum, óvænt söngatriði fyrir afmælisveislu Bryan eldri bróður Britney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.