Fótbolti

Demirel fékk tveggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Volkan Demirel gengur af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið.
Volkan Demirel gengur af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið. Nordic Photos / AFP

Tyrkneski markvörðurinn Volkan Demirel var dæmdur í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk undir lok viðureign Tyrkja og Tékka.

Peter Frojfeldt, dómari leiksins, rak hann af velli eftir að hann ýtti við Tékkanum Jan Koller þannig að hann féll í grasið.

Hann mun því missa af leik Tyrkja og Króatíu í fjórðungsúrslitum keppninnar og myndi einnig missa af undanúrslitum ef Tyrkir kæmust áfram.

Eini möguleiki hans á að spila aftur í mótinu er því í sjálfum úrslitaleiknum því það er ekki spilað um þriðja sætið á mótinu.

Tyrkneska knattspyrnusambandið var einnig sektað um 27 þúsund punda. Bæði vegna þess að Demirel settist á varamannabekkinn eftir að honum var vikið af velli og einnig vegna þess að nokkrir stuðningsmanna Tyrklands reyndu að komast inn á völlinn. Þá voru 25 manns í búningsklefa Tyrkja eftir leikinn án þess að hafa tilskilin leyfi til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×