Innlent

Mikið tjón í Heiðarbrún í Hveragerði

Eins og sjá má er allt á rúi og stúi á Heiðarbrún.
Eins og sjá má er allt á rúi og stúi á Heiðarbrún.
Þau Ingibjörg Garðarsdóttir og Róbert Hlöðversson eru búsett á Heiðarbrún 66 í Hveragerði en í þeirri götu virðist einna mesta eignatjónið í skjálftanum átt sér stað. Ingibjörg segist blessunarlega hafa verið stödd út á götu þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist ekki hafa heyrt af meiðslum hjá þeim sem búsettir eru í götunni en tjónið er gífurlegt.

„Það er allt brotið sem getur brotnað hjá okkur," segir Ingibjörg. „Mér sýnist að það séu fjögur glös sem við getum drukkið úr en allt annað er mölbrotið."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.