Erlent

Bush bætis í hóp þeirra sem vilja Mugabe burt

Mugabe glímir við nokkrar óvinsældir þessa dagana.
Mugabe glímir við nokkrar óvinsældir þessa dagana. MYND/Getty
George Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að tímabært væri að Robert Mugabe forseti Zimbabwe færi frá völdum, og hvatti leiðtoga annarra Afríkuríkja til að binda enda á ógnarstjórn hans.

„Það kominn tími fyrir Robert Mugabe að fara," sagði í yfirlýsingunni. „Um alla álfuna hrópa hugrakkar raddir Afríkubúa á það að hann stígi af stalli."

Bush bætist í hóp afrískra og vestrænna leiðtoga hafa þrýst á Mugabe að segja af sér. Kofi Annan fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði á fundi í Haag í dag að Zimbabwe stefndi hraðbyri í átt að hruni sem ríki.

Zimbabwe var eitt sinn eitt af betur stæðum ríkjum Afríku, en efnahagurinn í dag er rjúkandi rúst. Verðbólga hleypur á milljónum prósenta.

Um fjórtán þúsund hafa smitast og sexhundruð látist úr kóleru í Zimbabwe síðustu daga, og að mati alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO gætu allt að sextíu þúsund manns gætu smitast af sjúkdómnum á næstunni ef faraldurinn fer úr böndunum. Matvælaskortur er yfirvofandi, og verð á matvælum tvöfaldast annan hvern dag.

Þá hafa stjórnvöld hafa takmarkað þær fjárhæðir sem fólk má taka út úr bönkum við 100 milljónir Zimbabwe-dollara. Miðað við núverandi verðlag dugar það fyrir þremur brauðhleifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×