Innlent

Formaður VR situr enn um sinn

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði ekki af sér embætti á félagsfundi á Grand Hotel í kvöld. Hann lagði hins vegar til að stjórnarkosningum yrði flýtt og telur unnt að mögulegt verði að halda þær í janúar. Hart hefur verið sótt að Gunnari Páli á undanförnum dögum vegna setu hans í stjórn Kaupþings. Vantrausttillaga á Gunnar Pál var ekki borin fram á fundinum í kvöld. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um hvort að hann hyggist bjóða sig fram í formannskjöri aftur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×