Lífið

Britney spears pantar sér gröf

Söngkonan og vandræðabarnið Britney Spears hefur valið sér legstað við hlið Marilyn Monroe. Spears var á ferð í hinum fræga Hollywood Forever kirkjugarði um helgina. Þegar hún sá gröf Monroe og ítalska leikarans Rudolph Valentinos ákvað hún að akkurat þarna vildi hún eyða eilífðinni.

Heimildamaður Daily Star dagblaðsins sagði Britney hafa sérstakan áhuga á Marilyn. Síðan að hún náði örlítilli stjórn á kaótísku lífi sínu hafi sá áhugi aukist til muna, og Britney hafi undanfarið verið á bólakafi í bók um leikkonuna látnu. Hún ku vera heilluð af því að Marilyn hafi sjálf beðið uppáhalds förðunarmeistarann sinn að gera sig fallega að sér látinni, og sjálf valið legstað sinn. Þegar Britney sá þann grafstað mun hún umsvifalaust hafa sagt að þarna vildi hún láta jarða sig - en reyndar reiknar hún ekki með að það verði fyrr en hún er 101 árs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.