Fótbolti

Öll liðin úr dauðariðlinum úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianluigi Buffon eftir leikinn í kvöld.
Gianluigi Buffon eftir leikinn í kvöld. Nordic Photos / AFP
Nú er ljóst að öll liðin úr dauðariðliðinum svokallaða - C-riðli á EM 2008 - eru úr leik á mótinu.

Fyrr í kvöld tapaði Ítalía fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni eftir nokkuð bragðdaufan leik þar sem ekkert mark var skorað í þær 120 mínútur sem spilað var.

Ítalar urðu í öðru sæti í C-riðli með fjögur stig en Hollendingar fóru í fjórðungsúrslitin fullir sjálfstraust eftir að hafa náð fullu húsi stiga í riðlakeppninni.

Þeim var hins vegar kippt niður á jörðina af öflugu riði Rússa í fyrrakvöld. Rússar unnu sanngjarnan 3-1 sigur í framlengingu eftir að Hollendingar náði að jafna metin í lok venjulegs leiktíma.

Frakkar fengu aðeins eitt stig í dauðariðlinum svokallaða og eru því löngu farnir heim með skottið á milli lappanna.

Því má segja að það lið sem hafi komið hvað mest á óvart í C-riðlinum hafi verið Rúmenía sem náðu jafntefli gegn Frökkum og þurftu svo að sætta sig við jafntefli gegn Ítalíu eftir að hafa misnotað vítaspyrnu undir lok leiksins.

Spánverjar fóru áfram upp úr D-riðli með fullt hús stiga og er eina liðið sem varð í efsta sæti í sínum riðli og er komið áfram í undanúrslit keppninnar. Portúgal (A-riðill) og Króatía (B-riðill) eru bæði úr leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×