Innlent

Samfylkingarráðherrar funduðu fram á nótt

MYND/Valgarður

Ráðherrar Samfylkingarinnar funduðu í gær eftir umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og fram á nótt um stöðu mála í efnahagslífinu.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra, segir ráðherrana haf rætt landsins gagn og nauðsynjar. „Það vita allir að þetta er erfið og þung staða sem blasir við og hugsanlega þyngri en nokkru sinni. Það þýðir hins vegar ekki að gefast upp því það eru alltaf leikir í stöðunni," sagði Össur sem staddur var á sprotaþingi í morgun þegar Vísir náði tali af honum.

Aðspurður hvort tilkynninga væri að vænta um aðgerðir hjá ríkisstjórninni í dag vildi Össur ekkert tjá sig um það. Hann ætti eftir að ræða við forsætisráðherra og bankamálaráðherra.

Þingflokkur sjálfstæðismanna hittist einnig eftir umræðurnar en var ekki í fundarstellingum að sögn Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanns forsætisráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×