Þriggjatindaáskorunin steinlá hjá doktor Vigni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 25. júní 2008 11:44 Myndin er tekin nærri tindi Ben Nevis. MYND/Guðmundur Vignir Helgason Vignir Helgason og 12 manna föruneyti hans luku hinni svokölluðu þriggjatindaáskorun á 23 klukkustundum og 55 mínútum um helgina og söfnuðust alls um 20.000 pund til styrktar krabbameinsrannsóknum. Áskorunin gengur út á að klífa tinda hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum. Vignir er doktor í líffræði við Paul O'Gorman-krabbameinsrannsóknarstöðina í Glasgow í Skotlandi og var þrekvirkið unnið með það fyrir augum að safna fé til styrktar starfseminni þar. Söfnunarsíða Vignis, www.justgiving.com/gvignir, verður þó opin áfram til 21. ágúst og verður hægt að gefa fé gegnum síðuna þangað til. Ferðasaga VignisÁ tindi Ben Nevis.MYND/Guðmundur Vignir Helgason„Eftir að hafa farið vandlega yfir ferðaplanið var ákveðið að breyta því lítils háttar. Í stað þess að leggja af stað frá Glasgow kl. 9 árdegis og eiga hættu á að lenda í mikilli bílaumferð á heimleiðinni var ákveðið að leggja af stað frá Glasgow um 12:00. Við vorum 13 talsins sem stefndum í gönguna og þ.m.t. Matt Sinclair, aðalhvatamaðurinn að söfnuninni, og prófessor Tessa Holyoke, yfirmaður Paul O´Gorman-stofnunarinnar.Við vorum komin við rætur Ben Nevis um 15:30, reimuðum á okkur skóna, stilltum klukkurnar og kl. 16:00 byrjuðum við gönguna í mjög góðu veðri. Ben Nevis-gangan gekk stórslysalaust fyrir sig og allir kláruðu gönguna á undir fimm tímum. Um 21:00 var lagt af stað til Lake District í Englandi þar sem Scafell Pike beið okkar. Í myrkri og úrhellisrigningu byrjuðum við að ganga á Scafell um kl. 3:00. Þrátt fyrir vætu og smá þreytu í hópnum gekk allt vel og vorum við komin aftur upp í rútu fjórum tímum seinna.Rétt rúmlega 7:00 lögðum við af stað til Wales en í morgunfréttum útvarpsins voru sagðar fréttir af stormviðvörun í Wales. Við höfðum samband við „fjallamálaráðherra" Wales sem ráðlagði okkur að sleppa síðasta fjallinu og komast frekar óhult til baka til Skotlands. Þetta voru vondar fréttir sem fóru illa í þreyttan en kappsfullan hópinn. Ég sagði Matt fyrirliða að ég væri með „meistaragráðu í íslensku roki" og gæti leiðbeint hópnum um hvernig ætti að bera sig að við svoleiðis aðstæður. Blöðrur og fótakrampiUndirbúningur göngunnar var miskunnarlaus og gaf doktorinn ekki millimetra eftir.MYND/Björgvin HilmarssonÍ framhaldinu var tekin ákvörðun um að halda til Wales, hundsa orð fjallamálaráðherrans og etja kappi við Snowdon þrátt fyrir stormviðvörunina. Kl. 12:00 að hádegi sunnudags byrjuðum við gönguna á Snowdon. Þetta reyndist nokkuð erfið ganga. Veðrið reyndist samt ekki vera mikið meira en íslenskt hávaðarok. Talsverð þreyta var þó farin að segja til sín og sumir farnir að glíma við hælsæri, blöðrur og fótakrampa. Upp á tind komust þó allir á um tveimur og hálfri klukkustund og því ein og hálf klukkustund til ráðstöfunar til að komast niður fjallið og enda gönguna.Við léttfættari gengum rösklega og vorum komin niður um 15:30 og biðum átekta eftir þeim sem á eftir komu. Við lófaklapp og stuðning hljóp svo 115 kg ruðningsleikmaðurinn Cris, með hælsæri á báðum og krampa í öðru læri, síðustu 200 metrana. Tíminn sýndi 15:55 þegar hann komst niður á jafnsléttu og því var markmiði hópsins náð. Þriggja-fjalla göngunni var lokið á 23 klst og 55 mín! Vel gert." Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Vignir Helgason og 12 manna föruneyti hans luku hinni svokölluðu þriggjatindaáskorun á 23 klukkustundum og 55 mínútum um helgina og söfnuðust alls um 20.000 pund til styrktar krabbameinsrannsóknum. Áskorunin gengur út á að klífa tinda hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum. Vignir er doktor í líffræði við Paul O'Gorman-krabbameinsrannsóknarstöðina í Glasgow í Skotlandi og var þrekvirkið unnið með það fyrir augum að safna fé til styrktar starfseminni þar. Söfnunarsíða Vignis, www.justgiving.com/gvignir, verður þó opin áfram til 21. ágúst og verður hægt að gefa fé gegnum síðuna þangað til. Ferðasaga VignisÁ tindi Ben Nevis.MYND/Guðmundur Vignir Helgason„Eftir að hafa farið vandlega yfir ferðaplanið var ákveðið að breyta því lítils háttar. Í stað þess að leggja af stað frá Glasgow kl. 9 árdegis og eiga hættu á að lenda í mikilli bílaumferð á heimleiðinni var ákveðið að leggja af stað frá Glasgow um 12:00. Við vorum 13 talsins sem stefndum í gönguna og þ.m.t. Matt Sinclair, aðalhvatamaðurinn að söfnuninni, og prófessor Tessa Holyoke, yfirmaður Paul O´Gorman-stofnunarinnar.Við vorum komin við rætur Ben Nevis um 15:30, reimuðum á okkur skóna, stilltum klukkurnar og kl. 16:00 byrjuðum við gönguna í mjög góðu veðri. Ben Nevis-gangan gekk stórslysalaust fyrir sig og allir kláruðu gönguna á undir fimm tímum. Um 21:00 var lagt af stað til Lake District í Englandi þar sem Scafell Pike beið okkar. Í myrkri og úrhellisrigningu byrjuðum við að ganga á Scafell um kl. 3:00. Þrátt fyrir vætu og smá þreytu í hópnum gekk allt vel og vorum við komin aftur upp í rútu fjórum tímum seinna.Rétt rúmlega 7:00 lögðum við af stað til Wales en í morgunfréttum útvarpsins voru sagðar fréttir af stormviðvörun í Wales. Við höfðum samband við „fjallamálaráðherra" Wales sem ráðlagði okkur að sleppa síðasta fjallinu og komast frekar óhult til baka til Skotlands. Þetta voru vondar fréttir sem fóru illa í þreyttan en kappsfullan hópinn. Ég sagði Matt fyrirliða að ég væri með „meistaragráðu í íslensku roki" og gæti leiðbeint hópnum um hvernig ætti að bera sig að við svoleiðis aðstæður. Blöðrur og fótakrampiUndirbúningur göngunnar var miskunnarlaus og gaf doktorinn ekki millimetra eftir.MYND/Björgvin HilmarssonÍ framhaldinu var tekin ákvörðun um að halda til Wales, hundsa orð fjallamálaráðherrans og etja kappi við Snowdon þrátt fyrir stormviðvörunina. Kl. 12:00 að hádegi sunnudags byrjuðum við gönguna á Snowdon. Þetta reyndist nokkuð erfið ganga. Veðrið reyndist samt ekki vera mikið meira en íslenskt hávaðarok. Talsverð þreyta var þó farin að segja til sín og sumir farnir að glíma við hælsæri, blöðrur og fótakrampa. Upp á tind komust þó allir á um tveimur og hálfri klukkustund og því ein og hálf klukkustund til ráðstöfunar til að komast niður fjallið og enda gönguna.Við léttfættari gengum rösklega og vorum komin niður um 15:30 og biðum átekta eftir þeim sem á eftir komu. Við lófaklapp og stuðning hljóp svo 115 kg ruðningsleikmaðurinn Cris, með hælsæri á báðum og krampa í öðru læri, síðustu 200 metrana. Tíminn sýndi 15:55 þegar hann komst niður á jafnsléttu og því var markmiði hópsins náð. Þriggja-fjalla göngunni var lokið á 23 klst og 55 mín! Vel gert."
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira