Innlent

Ný bankaráð líkleg í vikunni

MYND/Valgarður

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að það verði að líkindum gengið frá því í þessari vikur hverjir muni skipa bankaráð hinna nýju ríkisbanka. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun en bráðabirgðabankastjórnir hafa stjórnað bönkunum frá því að skilanefndir skiluðu þeim af sér eftir yfirtöku ríksins í síðasta mánuði.

Geir sagðist enn fremur ánægður með að Norðmenn hefðu tekið af skarið og lánað Íslendingum fé fyrstir þjóða fyrir utan Færeyinga. Þetta hefði verið sú upphæð sem um hefði verið beðið af þeirra hálfu. Hann sagði enn fremur ánægjulegt að fregnir af láninu, sem er upp á 500 milljónir evra, hefðu borist á meðan Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, hefði verið hér á landi.

Um hugsanleg lán frá Dönum og Svíum sagði Geir að stjórnvöld hefðu ekki kunnað við að þrýsta á löndin því hvert land hefði sínar reglur í málum sem þessum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×