Innlent

Óttast að missa völd samhliða aðildarviðræðum

Hagsmunasamtök útgerðarmanna virðast hrædd við að missa valdastöðu verði gengið til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og loka augunum fyrir tækifærunum, segir sérfræðingur í sjávarútvegsmálum sambandsins. Við höldum áfram að skoða ýmsar hliðar á Evrópusambandsmálum.

Umræðan um hugsanlega Evrópusambandsaðild hefur til þessa snúist að stórum hluta um yfirráð yfir fiskimiðunum og er fullveldi þjóðar spyrt þar saman við. Minna hefur ef til vill farið fyrir framtíðarsýn á hagsmunum heildarinnar.

Úlfar Hauksson, stjórmálafræðingur við HÍ, er sérfræðingur í málefnum ESB og sjávarútvegsins, en er einnig vélfræðingur, og var nýkomin í land þegar við náðum tali af honum. Hann segir áhyggjur af sjávarútveginum skiljanlegar - enda yrðu breytingar með ESB aðild.

Áhyggjurnar snúa einkum að tilfærslu á ákvarðanavaldi, en einnig að meiriháttar fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi - þó minna sé um það talað.

Fiskveiðar og vinnsla voru tæp 7 prósent af landsframleiðslu í fyrra, en tæp 42 prósent af útflutningstekjum og í aðildarviðræðum myndi reyna verulega á íslenska samningamenn að tryggja þessa mikilvægu hagsmuni þjóðarinnar. Óttinn við að missa völdin til Brussel hefur þó ef til vill verið fullmikill.

Úlfar segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni ekki skaða íslenskan sjávarútveg. Þvert á móti. Hagsmunafélög hafi lokað augunum fyrir ákveðnum tækifærum sem felast í aðild að ESB.

Afstaða andstæðinga ESB aðildar er hins vegar skýr. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samtökin telji óraunhæft að Íslendingar haldi yfirráðum yfir auðlindum sínum gangi Ísland í ESB.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×