Innlent

BHM tilbúið að ræða evrumál

Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, sagði í gær að félagið væri reiðubúið að ræða upptöku evru, ef það kynni að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar.

"Það er ekkert sem við útilokum í þeim efnum, og heldur ekki að ræða um evrumálin," sagði Stefán eftir fund með ráðamönnum. "Við erum fullkomlega fús til þess. Að sjálfsögðu viljum við ræða um allt sem getur komið til hjálpar í þessu samhengi." Spurður hvort hann vildi tafarlausa aðildarumsókn að Evrópusambandinu sagðist hann ekkert útiloka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×