Innlent

Ráðist gegn lögreglu með höggum og spörkum

Ráðist var á lögreglumenn á Suðurnesjum í gærkvöld þegar þeir hugðust handtaka mann í fjölbýlishúsi í Keflavík. Tilkynnt hafði verið um æstan mann þar og þegar lögregla hugðist handtaka hann brugðust þrír aðrir menn illa við og reyndu að frelsa þann handtekna.

Kom til snarpra átaka á milli fólksins og lögreglu eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar. Tveir lögreglumenn meiddust lítilega við hnefahögg og spörk. Allir fjórir aðilar málsins voru handteknir og vistaðir í fangahúsi í kjölfarið.

Þessu til viðbótar tók lögreglan fjóra ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og þrjá vegna akstur undir áhrifum áfengis. Enn fremur voru þrír ökumenn stöðvaðir á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók var mældur á 140 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×