Innlent

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum vegna líkamsárásar

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu leitar af tveimur mönnum (hugsanlega af erlendi bergi brotna) á aldrinum 25-30 ára, í tengslum við grófa líkamsárás og rán ér átti sér stað á Laugarvegi s.l. nótt um kl. 03:30.

Maður á sjötugsaldri var þá leiddur af tveimur mönnum inn í húsasund skammt frá gatnamótum Laugarvegar og Frakkastígs, þar sem hann var barinn og rændur.

Ef einhver getur veitt upplýsingar um menn sem koma heim og saman við eftirfarandi lýsingu. Annar með ljósblá húfu, í ljósum leðurjakka með hvitum röndum þvert yfir brjóstkassa. Hinn var í dökkum jakka og með dökka prjónahúfu, hugsanlega í ljósum gallabuxum. Allar upplýsingar vel þegnar í síma 444 1100






Fleiri fréttir

Sjá meira


×