Innlent

Krepputíðindi höfðu lítil áhrif á fasteignamarkað í liðinni viku

Þrátt fyrir að síðasta vika hafi einkennst af ótíðindum úr efnahagslífinu virðist það ekki hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn.

Þannig var 81 kaupsamningi þinglýst í liðinni viku sem er svipað og meðaltal síðastliðinna tólf vikna, en það er 75 samningar. Sjötíu samninganna í liðinni viku voru um eignir í fjölbýli. Heildarveltan var um 2,2 milljarðar króna og meðalupphæð á samning tæplega 27 milljónir.

Á sama tíma var 7 kaupsamningum þinglýst á Akureyri og 15 kaupsamningum á Árborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×