Innlent

Tilkynnt um þrettán líkamsárásir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynniningar um 13 líkamárásir í nótt, víðs vegar um borgina.

Í einu tilfellinu réðust tveir aðilar að manni í miðborginni, börðu hann nokkuð illa og rændu hann veski sínu. Hann var fluttur nokkuð slasaður á slysadeild en ekki er vitað um árásarmenn. Í Hafnarfirði var maður laminn með kylfu. Hann var fluttur á slysadeild með kúlu á hausnum. Árásarmaðurinn var handtekinn og gistir fangageymslur. Einn maður var fluttur á Slysadeild, huganlega farin úr axlarlið, eftir áflog í Austurstræti. Þá braut lögregla sér leið inn í íbúð í austurborginni vegna áfloga en ekki var svarað er lögregla knúði dyra. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var kona rænd á leið til vinnu í miðborginni um klukkan fimm í nótt. Tveir menn hrintu konunni og hrifsuðu af henni veski hennar.

Þá handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þrjá menn eftir að þeir voru stöðvaðir í umferðareftirliti. Í ljós kom að þeir höfðu tekið hluti ófrálsri hendi skömmu áður. Voru þeir meðal annars með heilan sófa inpakkaðan í plast á kerru er þeir drógu á eftir sér. Það liggur nú fyrir lögreglu að upplýsa hvaðan hann kemur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×