Rúmlega áttatíu prósent landsmanna telja að afnema eigi verðtryggingu af lánum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Stöd 2.
Könnunin var gerð dagana 14. til 20. ágúst. Úrtakið var rúmlega ellefu hundruð manns á aldrinum 16 til 75 ára. Svarhlutfall var tæplega 66%.
Settar voru fram eftirfarandi fullyrðingar:
Ég tel að lán í íslenskum krónum eigi áfram að vera verðtryggð og
Ég tel að afnema eigi verðtryggingu lána í íslenskum krónum.
83% töldu að afnema ætti verðtryggingu lána en sautján prósent töldu að lán ættu áfram að vera verðtryggð.
Nær enginn munur var á afstöðu kynjanna. En marktækur munur var eftir aldri: 90,1% á aldrinum 35 til 44 ára telja að afnema eigi verðtryggingu og 87% á aldrinum 45 til 54 ára telja að afnema eigi verðtryggingu.
Í yngsta aldurshópnum 16 til 24 ára telja 73.8% af afnema eigi verðtryggingu og svipað hlutfall er í hópnum 55 til 75 ára.
Þá kemur einnig fram að andstaðan við verðtryggingu eykst með auknum fjölskyldutekjum.