Erlent

Lögum breytt og kosið verði um þingsæti Obama

Rod Blagojevich
Rod Blagojevich MYND/AFP

Forystumenn á löggjafarþingi Illinois-ríkis í Bandaríkjunum vilja breyta lögum og að efnt verði sértaklega til kosninga um þingsæti Baracks Obama.

Rod Blagojevich, ríkisstjóri í Illinois, var handtekinn í dag meðal annars fyrir að hafa ætlað sér að selja til hæstbjóðanda öldungadeildarþingsæti Obama þegar hann lætur af þingstörfum og sver eið sem 44. forseti Bandaríkjanna í janúar næstkomandi.

,,Atburðir dagsins eru vonbrigði og um leið hneyksli," segir Michael Madigan leiðtogi fulltrúadeildar löggjafarþingsins.

Kosningar um þingsætið munu efla tiltrú almennings á kerfinu og stjórnmálum, að mati Emil Jones forseta öldungardeildarinnar í Illinois.

Madigan og Jones eru Demókratar líkt Blagojevich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×