Lífið

Hættir við Ermasund - aftur

SB skrifar
Benedikt S. Lafleur. Ótrúlega óheppinn með veður en gefst ekki upp.
Benedikt S. Lafleur. Ótrúlega óheppinn með veður en gefst ekki upp.

Heppnin virðist ekki með sundkappanum Benedikt S. Lafleur. Enn einu sinni hefur hann neyðst til að hætta við fyrirhugað Ermasund - nú vegna veðurs.

Í fréttatilkynningu frá aðstandendum sjósundsins kemur fram að Benedikt S. Lafleur og áhöfn hafi þurft "að taka þá erfiðu ákvörðun að fresta sundi að minnsta kosti fram yfir helgi vegna lægðarinnar sem kom fyrr yfir Bretland en áætlað var og veldur hvassviðri í Ermarsundinu, þó veður sé tiltölulega gott í landi.Búist er við að veður lægir á mánudag."

Þetta er í þriðja sinn sem Benedikt reynir að synda yfir Ermasundið. Í fyrstu ferðinni var veðrið það slæmt að honum gafst ekki einu sinni færi á að bleyta sundskýluna. Í annarri tilraun var hann kominn upp að strönd FRakklands þegar hvassviðri aftraði för og þurfti hann að gefast upp eftir 21 tíma sund.

Þá sagðist Benedikt reynslunni ríkari.

En það er ekki bara reynslan sem kemur manni yfir Ermasundið. Eins og áður standa veðurguðirnir í vegi fyrir bjartsýna sundkappanum sem syndir gegn mansali og mun trúlega gera fjórðu tilraunina innan skamms.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.