Enski boltinn

Defoe fær ekki að spila gegn Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermain Defoe, leikmaður Portsmouth.
Jermain Defoe, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Portsmouth færi ekki að nota Jermain Defoe í leiknum gegn Tottenham um helgina.

Er þetta gert þar sem Defoe fór upphaflega á lánssamningi til Portsmouth á lokadegi félagaskiptagluggans, 31. janúar. Var þetta gert þar sem svo naumur tími var til félagaskiptanna.

Í febrúar var svo gengið frá kaupunum endanlega en engu að síður fær Defoe ekki að mæta sínum gömlu félögum.

„Reglurnar eru skýrar," sagði talsmaður ensku úrvalsdeildarinnar. „Ef að leikmaður er fenginn að láni má hann ekki spila gegn félaginu sem lánaði hann, þó svo að gengið sé endanlega frá kaupunum síðar."

Þessi regla var samþykkt nú í sumar eftir atvik sem kom upp í tengslum við leik Everton og Manchester United.

Tim Howard var upphaflega lánaður til Everton sem keypti hann svo til félagsins. En Everton ákvað að virða heiðursmannasamkomulag við United og því spilaði Howard ekki Everton í leiknum.

United vann leikinn þökk sé mistökum varamarkvarðarins Iain Turner og því var ákveðið að fastsetja áðurnefnda reglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×