Erlent

Dýr brandur

Óli Tynes skrifar
Luke Skywalker öð'ru nafni Mark Hamill.
Luke Skywalker öð'ru nafni Mark Hamill. Lucas Pictures

Geislasverðið sem Logi Geimgengill notaði í fyrstu tveim Stjörnustríðsmyndunum hefur verið selt á uppboði í Hollywood.

Einhver aðdáandi reiddi fram 425 milljónir íslenskra króna fyrir gripinn. Það var leikarinn Mark Hamill sem sveiflaði þessu sverði, en hann lék Loga í fyrstu myndunum.

Búist var við að Stjörnustríðsmyndirnar myndu skjóta Hamill upp á stjörnuhimininn. Svo varð ekki. Hann hvarf fljótlega.

Hinsvegar varð leikari í aukahlutverki nokkuð frægur fyrir sitt hlutverk og hélt lengi út. Sá heitir Harrison Ford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×