Lífið

Queen fylgir eftir nýrri plötu með tónleikaferðalagi

Queen og Paul Rodgers á tónleikum.
Queen og Paul Rodgers á tónleikum.

Breska hljómsveitin Queen hyggur á tónleikaferðlag um heiminn síðar á þessu ári í kjölfar þess að sveitin sendir frá sér fyrstu plötu sína í þrettán ár.

Fram kemur á fréttavef Guardian að Paul Rodgers, fyrrverandi söngvari Free og Bad Company, þenji raddböndin í stað Freddies Mercury sem lést fyrir sautján árum.

Ný plata rokksveitarinnar, The Cosmos Rocks, kemur út 1. september og um tveimur vikum síðar verða fyrstu tónleikarnir á túrnum á Ólympíuleikvanginum í Moskvu. Í kjölfarið verða 27 tónleikar á um tveimur mánuðum, bæði í Bretlandi, annars staðar í Evrópu og Suður-Ameríku. Miðasala hefst á heimasíðu sveitarinnar þann 2. apríl.

Síðasta plata Queen kom út árið 1995 og hafði hún að geyma síðustu upptökur sveitarinnar með Freddie Mercury. Sú seldist í um 20 milljónum eintaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.