Lífið

Jessica Simpson fer til Kúveit

Jessica Simpson
Jessica Simpson
Ofurdífan Jessica Simpson er á leiðinni til Kúveit. Þar ætlar hún að syngja fyrir landa sína sem gegna herskyldu þar, að því er fram kemur á vefsíðu aðdáendahóps hennar. Hæ öll. Mig langaði bara til að segja ykkur að ég er í stífri vinnu við kántrí diskinn sem er á leiðinni og ég get ekki beðið eftir því að hann komi út. Ég er núna á leiðinni til Kúveit til að syngja fyrir hermenn þar en svo fer ég beinustu leið í hljóðverið. Ég elska ykkur öll og finnst ég svo lánsöm að njóta stuðnings og ástar ykkar allra," sagði Jess í skilaboðum á vefsíðunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.