Lífið

Noel Gallagher les Englandi pistilinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Noel Gallagher, gítarleikari hljómsveitarinnar Oasis, segir að það eina sem hann sakni frá Englandi sé knattspyrnan og tebollinn.

Þau voru ekki falleg, lýsingarorðin sem Gallagher valdi Englandi í viðtali við hollensk-belgíska sjónvarpsstöð í gær. Raunar var orðavalið svo skrautlegt að á tímabili heyrðist lítið annað en pípið sem tæknimenn notuðu á örvæntingarfullan hátt til að breiða yfir orðaflaum gítarleikarans.

„England er alls ekki svo stórkostlegt," sagði Gallagher, „þetta er algjör skítahola og greni að búa í," og það skal tekið fram að hér eru upphafleg ummæli hans þynnt verulega út til að hlífa lesendum. Gallagher sagði fólk hafa einhvers konar rómantíska sýn á England en hið sanna væri að London væri drullupottur, fullur af glæpum, ferðamönnum, umferðarteppum og mengun.

„Allt er svo frábært," sagði Gallagher, og meinti hið gagnstæða. „Amy Winehouse er svo æðisleg og gróðurhúsaáhrifin eru skelfileg. Þetta er bara rugl," sagði Oasis-gítarleikarninn að skilnaði, „og mér finnst gróðurhúsaáhrif frábær." Þar höfum við það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.