Fjölnir berst fyrir syni sínum 27. júní 2008 10:16 Fjölnir Þorgeirsson. „Ég er að undirbúa mig fyrir landsmótið. Síðan er ég að vinna við vefinn Hestafréttir.is," svarar Fjölnir Þorgeirsson þegar Vísir spyr hann frétta. „Við verðum langöflugastir með fréttir frá mótinu sem byrjar á mánudaginn. Þá tökum við upp videoviðtöl við keppnisliðin, áhorfendur og allt sem er að gerast á svæðinu," segir Fjölnir en hann mun sjálfur keppa í 150 metra skeiði á hestinum Lukkublésa. „Við erum sálufélagar," svarar Fjölnir aðspurður um tengsl milli hans og Lukkublésa. Lætur gott af sér leiða „Ég hef átt Lukkublésa í sex ár. Hann er einn af þeim sem ég mun aldrei selja. Hann er kappreiðahestur og ég var með hann á barnadeild á Landspítalanum hjá langveikum börnum fyrir viku sem var ótrúlega gaman fyrir börnin og fjölskyldur þeirra." „Ég teymdi börnin á honum en það gerir mikið fyrir börn og fullorðna bara að fara hestbak, það liðkar á öllum liðum. Þetta er líkamsrækt út af fyrir sig." Hvernig kom það til að að þú og Lukkublési heimsóttuð langveik börn? "Ég er í nuddi hjá Hörpu Stefánsdóttur, sem starfar með börnunum og hún minntist á að gaman væri að bjóða börnunum á bak og mér fannst frábært að geta látið gott af mér leiða og við fórum með tvo hesta í bæinn í heimsókn til barnanna sem var liður í undirbúningnum fyrir landsmótið." Fjölnir undirbýr sig fyrir Landsmót hestamanna sem hefst næsta mánudag. Berst fyrir syni sínum „Nú ætla ég að klára landsmótið og fara í góða hestaferð eftir það og svo fer ég að hitta strákinn minn. Ég fæ hann til mín í sumarfrí. Væntanlega næ ég í hann út (Svíðþjóð) en ég stend í forræðisdeilu og er tilbúinn að skrifa undir sameiginlegt forræði. Það er barninu fyrir bestu," segir Fjölnir. „Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn," segir Fjölnir sem er 37 ára í dag en sonur hans verður 3 ára í nóvember. Hestafréttir.is Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
„Ég er að undirbúa mig fyrir landsmótið. Síðan er ég að vinna við vefinn Hestafréttir.is," svarar Fjölnir Þorgeirsson þegar Vísir spyr hann frétta. „Við verðum langöflugastir með fréttir frá mótinu sem byrjar á mánudaginn. Þá tökum við upp videoviðtöl við keppnisliðin, áhorfendur og allt sem er að gerast á svæðinu," segir Fjölnir en hann mun sjálfur keppa í 150 metra skeiði á hestinum Lukkublésa. „Við erum sálufélagar," svarar Fjölnir aðspurður um tengsl milli hans og Lukkublésa. Lætur gott af sér leiða „Ég hef átt Lukkublésa í sex ár. Hann er einn af þeim sem ég mun aldrei selja. Hann er kappreiðahestur og ég var með hann á barnadeild á Landspítalanum hjá langveikum börnum fyrir viku sem var ótrúlega gaman fyrir börnin og fjölskyldur þeirra." „Ég teymdi börnin á honum en það gerir mikið fyrir börn og fullorðna bara að fara hestbak, það liðkar á öllum liðum. Þetta er líkamsrækt út af fyrir sig." Hvernig kom það til að að þú og Lukkublési heimsóttuð langveik börn? "Ég er í nuddi hjá Hörpu Stefánsdóttur, sem starfar með börnunum og hún minntist á að gaman væri að bjóða börnunum á bak og mér fannst frábært að geta látið gott af mér leiða og við fórum með tvo hesta í bæinn í heimsókn til barnanna sem var liður í undirbúningnum fyrir landsmótið." Fjölnir undirbýr sig fyrir Landsmót hestamanna sem hefst næsta mánudag. Berst fyrir syni sínum „Nú ætla ég að klára landsmótið og fara í góða hestaferð eftir það og svo fer ég að hitta strákinn minn. Ég fæ hann til mín í sumarfrí. Væntanlega næ ég í hann út (Svíðþjóð) en ég stend í forræðisdeilu og er tilbúinn að skrifa undir sameiginlegt forræði. Það er barninu fyrir bestu," segir Fjölnir. „Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn," segir Fjölnir sem er 37 ára í dag en sonur hans verður 3 ára í nóvember. Hestafréttir.is
Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira