Lífið

Angelina þreytt á óléttunni

Þó Brad Pitt og Angelina Jolie brosi breitt framan í myndavélarnar segja kunnugir að lífið sé ekki jafn skemmtilegt bak við tjöldin. Samkvæmt heimildum Life and Style hlakkar parið til nýjustu viðbótarinnar í barnaflóruna, en óléttan er hinsvegar alveg að gera út af við Angelinu.

Vinur parsins segir að börnin séu afar stór og þung. Þrýstingurinn vegna þessa geri Angelinu erfitt fyrir með andardrátt, og hún sé því stöðugt þreytt. Þá þjáist hún enn af meðgönguógleði, og þurfi að passa sérstaklega vel upp á matarræðið þar sem blóðsykurinn hjá henni er allt of hár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.