Innlent

Fimmtug kona dæmd fyrir dópsölu

Fimmtug kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á síðasta ári haft í vörslu sinni í tæpt hálft kíló af hassi og 35 grömm af amfetamíni. Efnin fundust við tvær leitir sem lögreglan gerði á heimili hennar í apríl og desember í fyrra.

Konan viðurkenndi að hafa ætlað að selja fíkniefnin.

Konan hefur aldrei gerst brotleg við lögi og slapp því með vægan dóm miðað við magn efnanna sem hún var tekin með.

Þau voru þó öll gerð upptæk sem og þrjú hundruð þúsund krónur í reiðufé sem fannst á heimili konunnar þegar hún var tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×