Erlent

Bush bjargar Bílaframleiðendum

Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt um aðgerðir til bjargar bílaiðnaðinum þar í landi. Stjórnvöld munu lána bílaframleiðendunum GM og Chrysler 17,4 milljarða dollara. Stærsti hluti lánsins verður veittur strax í desember og í janúar og verður lánið veitt úr 700 milljarða björgunarsjóðnum sem settur var á laggirnar á dögunum og var upphaflega ætlað til aðstoðar fjármálafyrirtækjum.

Stjórnvöld gera þó þá kröfu til bílaframleiðendanna að þeir sýni fram á það fyrir lok mars á næsta ári að fyrirtækin eigi möguleika á framhaldslífi. Takist þeim það ekki verða lánin afturkölluð. Þá eru lánin háð því að dregið verði úr greiðslum til yfirstjórnar.

George Bush, Bandaríkjaforseti, segir að gjaldþrot bílaframleiðendanna myndi gera núverandi efnahagsörðugleika enn erfiðari og langvinnari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×