Lífið

Of góð í rúminu til að vera góður kokkur

Leikkonan Kate Beckinsale veit upp á hár af hverju hún er svona vondur kokkur. Hún er einfaldlega of góð í rúminu.

Beckinsale sagði í viðtali við Glamour tímaritið að hún hefði löngu gefist upp á því að læra að elda ætan mat. Hún trúir því nefnilega að fólk skiptist í tvo hópa. Þá sem eru snillingar í eldhúsinu, og þá sem eru snillingar í rúminu. Og hún var ekki lengi að staðsetja sig í seinni hópnum. Sem eiginmaður hennar, Len Wiseman, er líklega ekki óánægður með, og það jafnvel þó hann lifi eingöngu á skyndibitafæði.

„Ég hef alltaf haldið að maður geti ekki verið bæði góður í mat og kynlífi," sagði leikkonan. „Þú getur hinsvegað keypt tilbúinn mat. Ég myndi síður vilja þurfa að kaupa kynlífið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.