Íslenski boltinn

Boltavaktin: Fjórir leikir klukkan 17:15

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins fer í loftið klukkan 17:15 í dag þegar fjórir leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla.

Í gærkvöldi voru toppliðin í eldlínunni, en í kvöld gætu hlutirnir farið að ráðast í botnbaráttunni þar sem þrjú neðstu liðin - ÍA, HK og Fylkir - þurfa mjög nauðsynlega á sigri að halda.

Smelltu hér til að fara á Boltavaktina

Skagamenn verma botnsætið í deildinni og verða að vinna KR á heimavelli sínum í kvöld, en þar með er ekki öll sagan sögð.

Það gæti einnig farið svo að sigurinn myndi ekki duga Skagamönnum í kvöld því vinni Fylkismenn lið Fjölnis þá eru Skagamenn fallnir hvernig sem fer í leik þeirra við Vesturbæinga.

Aðrir leikir kvöldsins eru leikur Fylkis og Fjölnis á Fylkisvelli, Valur tekur á móti Þrótti á Vodafone-vellinum og þá mætir HK Grindavík á Kópavogsvellinum.

Leikir kvöldsins:

ÍA - KR

Valur - Þróttur

HK - Grindavík

Fylkir - Fjölnir

Staðan á botninum í Landsbankadeildinni:

8. Fjölnir 22 stig

9. Þróttur 22 stig

10. Fylkir 19 stig

11. HK 15 stig

12. ÍA 11 stig










Fleiri fréttir

Sjá meira


×