Innlent

Vísbendingar um íkveikju á Reyðarfirði

Lögregla telur sterkar vísbendingar um að kveikt hafi verið í parhúsi á Reyðarfirði aðfararnótt mánudags. Þar svaf einn maður en nágrannar vöknuðu upp , kölluðu á slökkvilið og vöktu manninn.

Hann sakaði ekki en lögregla segir að með íkveikjunni hafi viðkomandi stofnað mannslífi í hættu, og lítur málið alvarlegum augum. Húsið fylltist af reyk, en ekki urðu miklar skemmdir af eldi.

Engin hefur verð handtekinn vegna málsins, en lögreglan á Eskifirði biður þá, sem eitthvað kunna að vita um málið, að láta sig vita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×