Innlent

Segir ástandið í miðbæ Reykjavíkur mjög alvarlegt

Öryggismiðstöðin hefur þurft að fjölga öryggivörðum á ýmsum vaktstöðum á höfuðborgarsvæðinu til að bregðast við vaxandi ofbeldi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ástandið í miðbæ Reykjavíkur vera mjög alvarlegt.

Verslanir og önnur þjónustufyrirtæki hér á landi sem hafa opið allan sólarhringinn hafa á undanförnum árum brugðið á það ráð að fá til sín öryggisverði til að sinna gæslu á nóttinni.

Um þar síðustu helgi var ráðist á öryggisvörð í verslun 10-11 við Austurstræti og hann sleginn í höfuðið með flösku með þeim afleiðingum að hann særðist lífshættulega. Um síðustu helgi var aftur ráðist á öryggisvörð í sömu verslun en þetta skiptið slapp vörðurinn með skrámur.

Hjá öryggismiðstöð Íslands eru starfandi um eitt hundrað öryggisverðir en þeir voru fimmtíu fyrir aðeins tveimur árum. Ragnar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ástandið í miðbænum vera slæmt.

Ragnar segir að fyrirtækið hafi brugðist við ástandinu meðal annar með því auka þjálfun öryggisvarða. Ragnar bendir á að á sama tíma og dregið sé úr löggæslu á höfuðborgarsvæðinu hafi verkefnum fjölgað hjá öryggismiðstöðinni. Hann telur því mikilvægt jað samstarf lögreglu og öryggisfyrirtækja verði aukið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×