Lífið

Benni Hemm Hemm fagnar útgáfu

Benedikt Hermann Hermannsson, forsprakki Benna Hemm Hemm.
Benedikt Hermann Hermannsson, forsprakki Benna Hemm Hemm.

Fyrsta stórplata sumarsins lítur við í verslunum í dag, föstudaginn þrettánda, þegar Benni Hemm Hemm landar Murta St. Calunga upp á Frónið. „Platan er þrekvirki og á henni kveður við nýjan tón í nostalgískri leit að góðu sándi," segir í fréttatilkynningu frá Kimi Records, hinu akureyrska plötufyrirtæki sem gefur út þessa þriðju breiðskífu Benna Hemm Hemm.

Efni plötunnar lýsa draumaferð um víðan völl; til Pakistan, Afganistan, Ísrael, Rúmeníu og norður í land. Hvalveiðar í Norður-Atlantshafi ber á góma oftar en einu sinni í samnefndu lagi, og Skugga-Baldur Sjóns er innblástur lagsins Veiðiljóð.

Platan var tekin upp á segulband og mixuð af segulbandi á segulband, sem eru ævagömul vinnubrögð í upptökuheimum en standa vel fyrir sínu enda er útkoman öll hin besta. Í tilefni af útgáfu skífunnar verður fyrrnefnt hvalalag, Whalingin the North Atlantic, frítt til niðurhals á heimasíðu Kimi Records.

Hljómsveitin Benni Hemm Hemm mun síðan flytja lög af Murtu St. Calunga við bókaverslunina Útúrdúr á Njálsgötu 14, klukkan 17 í dag. Framundun eru síðan stórtónleikar með Ungfóníunni, fimmtudaginn 19. Júní í Iðnó.

Hægt er að nálgast frítt lag af Murtu St. Calunga með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.