Innlent

Maðurinn fundinn

Vísir sagði frá því að lögreglan leitaði að 76 ára gömlum manni, Jónatani Arnórssyni, fyrr í kvöld.

Hann er nú kominn í leitirnar og fannst við Fjörugrandann kaldur en að öðru leyti í lagi.

 

Um 60 björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu leituðu mannsins í kvöld. Maðurinn fór frá Ásgarði á milli klukkan 14 og 16 í dag og voru björgunarsveitir kallaðar út rétt eftir klukkan 18.

Maðurinn kom í leitirnar um klukkan 20 og var þá staddur úti á Granda. Hann var heill á húfi þegar hann fannst.




Tengdar fréttir

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jónatani Arnórssyni. Jónatan er 76 ára gamall og er alzheimersjúklingur, 180 cm á hæð, grannvaxinn með þunnt grátt hár, var klæddur í gráleitar buxur, gráan/svartan íþróttagalla, með brúna leðurhúfu og brúna kuldaskó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×