Lífið

Sjötta menningarhátið Grand Rokks hefst í dag

Sjötta menningarhátið Grand Rokks hefst í dag með ljúfum tónum frá kvennakór staðarins.

Fyrir utan hin hefðbundnu bóka- og myndlistaruppboð mun leikhópurinn Peðið frumsýna söngleikinn Skeifa Ingibjargar sem byggður er á samnefndu leikriti eftir Benóný Ægisson.

Í söngleiknum eru farnar ótroðnar slóðir í að lýsa sambandi þeirra Jóns forseta Sigurðssonar og konu hans Ingibjargar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.