Lífið

Sýning um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Gestastofa Tónlistar- og ráðstefnuhúss opnuð í júlí
Gestastofa Tónlistar- og ráðstefnuhúss opnuð í júlí

Hafnarstræti 20 hefur undanfarið tekið breytingum og meðal annars verið málað svart að utan. Framkvæmdirnar koma til vegna þess að í júlí verður opnuð Gestastofa Tónlistar- og ráðstefnuhúss á fjórðu hæð hússins. Megintilgangur Gestastofunnar er að veita upplýsingar um framkvæmdir við Tónlistarhúsið sem nú rís við höfnina í Reykjavík.

Í Gestastofu mun almenningur og fagaðilar geta fylgst með þróuninni og komið ábendingum á framfæri. María Björk Óskarsdóttir framkvæmdastjóri stofunnar segir að gestum muni gefast tækifæri til að kynnast hvernig hönnun og framkvæmd hússins hefur þróast, hvernig byggingin mun líta út og þær breytingar sem hún hefur í för með sér á miðborgarreitinn. Einnig verður hægt að nálgast upplýsingar um starfsemina sem kemur til með að vera í byggingunni þegar hún opnar. Verið er að útbúa 10 metra útsýnisglugga sem vísar út að byggingarsvæðinu svo fólk geti fylgst með uppbyggingunni en ,,húsið rís mjög hratt þess dagana," segir María Björk.

,,Fólk er mikið að spyrja og reyna að átta sig á því hvernig svæðið kemur til með að líta út." Tengingin við Lækjargötu, hvort umferð verði fari í stokk og hvernig glerhjúpur Ólafs Elíassonar kemur til með að líta út er meðal þess sem fólk er að velta fyrir sér.

Gestastofan verður opin alla daga vikunnar og reiknar María Björk með því að á virkum dögum verði opið 10-17 og um helgar 13-17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.